21. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi
haldinn í Fjarfundur, föstudaginn 27. nóvember 2020 kl. 17:15


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 17:15
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 17:15
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 17:15
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 17:15
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 17:15
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 17:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 17:15
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 17:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 17:15
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 17:15

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Steindór Dan Jensen
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 17:15
Dagskrárlið frestað.

2) 351. mál - kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands Kl. 17:15
Nefndin ræddi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, Rögnu Bjarnadóttur og Dagmar Sigurðardóttur frá dómsmálaráðuneyti og Sverri Jónsson, Pétur Jónasson og Söru Lind Guðbergsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Árna Frey Sigurðsson, Daða Örn Heimisson, Jóhann Finnbogason, Magnús Finnbogason og Guðmund Úlfar Jónsson frá Flugvirkjafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi við Georg Lárusson, Guðríði M. Kristjánsdóttur, Svanhildi Sverrisdóttur og Fríðu Aðalgeirsdóttur frá Landhelgisgæslu Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sat hjá við afgreiðslu þess.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Páll Magnússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson. Guðmundur Ingi Kristinsson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykkur álitinu.

Guðmundur Andri Thorsson boðaði minni hluta álit.

3) Önnur mál Kl. 19:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:10